María Dýrasnyrting

Kósy dýrasnyrtistofa fyrir allar tegundir hunda og katta og netverslun með hundaföt.
Persónuleg þjónusta, aðeins eitt dýr í einu þannig að dýrinu þínu líði sem best.

Um Maríu

María er lærður hundasnyrtir með level 3 OCN diplóma frá Englandi og hefur einnig lært kattasnyrtingar hjá National Cat Grooming Institute.

María hefur mikinn áhuga á asískum snyrtistíl (asian fusion) og sérhæfir sig í bangsaklippingum og öðrum klippingum sem ná fram sætustu hlið hundsins.